Lilja Mósesdóttir

nóvember 27, 2012
by liljam
0 comments

Falið eignarhald er á okkar kostnað.

Margt bendir til þess að hrægammasjóðir eigi nú þegar stóran hluta fjármálakerfisins á Íslandi í gegnum þrotabú gömlu bankanna og atvinnulífsins með kaupum á kröfum, hlutabréfum og skuldabréfum. Raunverulegir eigendur hrægammasjóða reyna að fela slóð sína með því að stofna eignarhaldsfélag sem á í eignarhaldsfélagi með aðsetur í skattaskjóli. Falið eignarhald fyrirtækja verður að afnema með því að skylda fyrirtæki til að gefa upp í t.d. ársreikningi sínum hverjir raunverulegur eigendur eru, þ.e. einstaklingar.  Rökin fyrir gagnsæju eignarhaldi fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð eru eftirfarandi. Continue Reading →

nóvember 14, 2012
by liljam
0 comments

Þrælar lífeyrissjóðanna

Fram að hruni fullyrtu margir að við Íslendingar byggjum við besta lífeyriskerfi í heimi. Brot komu í þessa jákvæðu mynd af yfirburðastöðu lífeyriskerfis okkar þegar í ljós kom að sjóðirnir höfðu tapað miklu í hruninu og höfnuðu algjörlega sanngjarnri kröfu almennings um að þeir tækju á sig hluta verðbólguskotsins sem alltaf fylgir í kjölfar í bankahruns. Nú hefur verðbólguskotið hækkað verðtryggðar skuldir heimilanna um 420 milljarða en sjóðirnir töpuðu  a.m.k. 480 milljörðum í hruninu. Continue Reading →

nóvember 8, 2012
by liljam
Slökkt á athugasemdum við Hrekjum hrægammasjóðina út úr hagkerfinu.

Hrekjum hrægammasjóðina út úr hagkerfinu.

Mikið hefur verið fjallað um einkavæðingu bankakerfisins fyrir hrun en margt er á huldu um einkavæðingu endurreistu bankanna. Við vitum t.d. ekki hvernig samið var um eignarhald þeirra. Vísbendingar eru um að eigendurnir hafi fengið „veiðileyfi“ á fyrirtæki og heimili til að tryggja góðar endurheimtur lána sem hafa verið uppstaðan í mikilli arðsemi nýju bankanna undanfarin ár. Við vitum heldur ekki hverjir eiga endurreistu bankana í dag og á hvaða verði þeir eignuðust kröfurnar á föllnu bankana og með hvaða hætti. Með lögum um fjármálafyrirtæki voru slitastjórar þrotabúa gömlu bankanna skyldaðir til að afhenda kröfuhafalista væri þess óskað. Nú hefur Seðlabankinn upplýst að bankanum hafi gengið illa að fá slíka lista sem er ólíðandi. Continue Reading →