Lilja Mósesdóttir

Eitruð efnahagsaðstoð AGS við Grikkland og Ísland

Mig langar til að vekja athygli á grein um efnahagsaðstoð AGS við Ísland og Grikkland sem byggð er á lokaskýrslum sjóðsins um árangur hennar í löndunum tveimur og heimsókn minni til Grikklands í vor. Greinina fékk ég birta í Social-Europe sem er tímarit fyrir gagnrýna og framsækna umræðu um málefni sem brenna á Evrópubúum. Í tímaritið skrifa fræðimenn, stjórnmálafólk og áhrifafólk innan verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu um alþjóðamál, pólitíska hagfræði, atvinnustefnu og málefni aðila vinnumarkaðarins.

Niðurstaða greinar minnar er að nauðsynlegt sé fyrir kreppulönd og alþjóðastofnanir að draga lærdóma af umdeildri efnahagsaðstoð AGS við Ísland og Grikkland. Of bjartsýnar áætlanir sjóðsins um hagvöxt kreppuþjóða draga úr þörfinni fyrir að afskrifa skuldir og þjóna því fyrst og fremst hagsmunum banka og kröfuhafa. Áhersla efnahagsaðstoðar AGS þarf að færast frá kreppuaukandi niðurskurði lífskjara til lækkunar á ósjálfbærri skuldsetningu til að tryggja hagvöxt eða að þjóðir geti vaxið út úr kreppunni.  Efnahagsaðstoð sem aðeins tryggir hagsmuni þeirra ríku og helstu hluthafa í AGS grefur undan trúverðugleika sjóðsins og félagslegri samheldni í löndum sem neyðast til að leita aðstoðar hans.

Slóðin á greinina er http://www.social-europe.eu/2013/07/the-imf´s-toxic-bail-out-of-greece-and-iceland/

Comments are closed.