Lilja Mósesdóttir

AGS vill skattleggja snjóhengjuna

Á föstudaginn sendi Gunnar Tómasson, hagfræðingur og fyrrum starfsmaður AGS þingmönnum eftirfarandi skilaboð sem ég tel eiga erindi við alla skattgreiðendur og birti því á heimasíðu minni.

Ágætu alþingismenn.

Í dag, 28. September 2012, tók AGS af skarið varðandi „snjóhengjuna‟ margumtöluðu á nótum sem ekki hafa átt upp á pallborðið hjá íslenzkum stjórnvöldum.

Hver svo sem ástæðan kann að hafa verið fyrir hreinskilni AGS, þá eru skilaboð manna þar á bæ ótvíræð:

Snjóhengjan er mál málannna – sbr. umsögn mína um málið í Silfri Egils fyrr á þessu ári.

Ég vil því leyfa mér að árétta og undirstrika aðvörunarorð AGS tæpitungulaust og framsendi því eftirfarandi umsögn mína af Facebook fyrr í dag.

Enski textinn er hluti af greinargerð sendinefndar AGS um íslenzk efnahagsmál, þar sem alvara málsins er búin hógværu tungutaki.

***
4. The strategy for lifting capital controls should continue to be conditions-based. In addition to a significant reduction (or elimination) of the “overhang” of liquid offshore krona, the preconditions for liberalization include sound public finances, a strong balance of payments—including access to international financial markets—and healthy capital and liquidity buffers in the banks. While capital controls are being lifted, the monetary stance will need to be sufficiently tight to support a stable krona. It will also be essential to maintain strong prudential rules and supervision as well as strict enforcement of controls. These conditions, some of which are in place, are needed to allow liberalization to proceed without destabilizing the krona or the balance of payments.

Lykilorðin hér eru:

In addition to a significant reduction (or elimination) of the “overhang” of liquid offshore krona, the preconditions for liberalization include sound public finances, a strong balance of payments—including access to international financial markets—and healthy capital and liquidity buffers in the banks.

Lausleg þýðing:

Auk verulegrar minnkunar (eða hvarfs) snjóhengju aflandskróna, þá eru forsendur minnkunar á gjaldeyrishöftm m.a. traust fjárrmálastaða opinbera geirans, öflugur greiðslujöfnuður – þ.m.t. aðgangur að erlendum fjármagnsmörkuðum – og – öflug eiginfjár- og lausafjárstaða bankanna.

5. Progress in reducing the stock of liquid offshore krona has been slow. Modest amounts have been released through the channels opened up by the authorities’ liberalization strategy. But the stock remains at 23 percent of GDP and could rise significantly as the estates of the “old banks” are wound up. Liberalization in the presence of such a sizable overhang would disrupt the exchange rate and destabilize the financial system.

Les:

Fram til þessa hafa aðgerðir til að minnka snjóhengjuna skilað takmörkuðum árangri. Hún jafngildir enn 23% af vergri landsframleiðslu og kann að aukast verulega við slitalok gömlu bankanna. Afnám fjármagnshafta við þessar aðstæður myndi trufla (les: kollkeyra) gengi krónunnar og skapa ójafnvægi í fjármálakerfinu (les: skapa upplausn í fjármálakerfinu).

6. To accelerate progress it is necessary to strengthen the incentives for holders of liquid offshore krona to participate in the liberalization strategy. A key step will be to curtail expectations that capital controls will be lifted soon, including by removing a reference in legislation to a terminal date for the controls. In addition, the strategy should clarify that the conditions under which liquid offshore kronas are allowed to exit will become less favorable over time.

Les:

Ekki verður hjá því komist að eigendur aflandskróna taki skell ef afnám haftanna á að vera möguleg. Það verður að hætta að láta sem afnám haftanna sé á næsta leiti. Auk þess þyrfti að gera ljóst að skilmálar fyrir útgöngu aflandskróna munu verða óhagkvæmari fyrir eigendur þeirra eftir því sem tíminn líður.

7. Once incentives are in place, the authorities could open the next channels envisaged in their strategy—bond swaps and an exit tax. The objective of the bond swaps would be to reduce the stock of offshore krona before introducing an exit tax and ultimately lifting the controls. Swapping short-term krona-denominated assets into long-term euro-denominated bonds would distribute the pressure on the balance of payments over several years. The bond swaps and exit tax should be designed with a view to managing their impact on the exchange rate, sovereign debt management, and bank liquidity. Foreign exchange controls should be strengthened as necessary to prevent use of these new channels for circumvention.

Les:

Það er hægt að gera eitt og annað í mynd skuldabréfaskipta og útgönguskatts [ath. hér skipar AGS sér í lið með Lilju Mósesdóttur og öðrum meintum „lýðskrumurum“].

Í stuttu máli, þá segir AGS hér á stofnanmáli að íslenzk stjórnvöld verði að taka á honum stóra sínum gagnvart snjóhengjuvandanum ef allt á ekki að fara á annan endann í efnahagsmálum.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Comments are closed.