Lilja Mósesdóttir

maí 14, 2013
by liljam
3 Comments

Lausn skulda- og snjóhengjuvandans

141. löggjafarþing 2012–2013. Þingskjal 989  —  581. mál.

Tillaga til þingsályktunar

um lausn skuldavandans og snjóhengjuvandans.
Flm.: Lilja Mósesdóttir.

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem leysa varanlega skuldavandann (innra ójafnvægið) og snjóhengjuvandann (ytra ójafnvægið) til að varna yfirvofandi gengishruni og fjöldagjaldþrotum. Aðgerðirnar skulu koma til framkvæmda á árinu 2013 og tryggja hagsmuni almennings í hvívetna. Í því skyni er lagt til annars vegar að farin verði peningamillifærsluleið til að taka á skuldavanda heimilanna og hins vegar stuðst við nýkrónu á mismunandi skiptigengi til að leysa snjóhengjuvandann og skuldavanda fyrirtækja.

Greinargerð.

    Í þingsályktunartillögu þessari er lagt til að stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar til að leysa annars vegar skuldavandann (innra ójafnvægið) og hins vegar snjóhengjuvandann svokallaða (ytra ójafnvægið). Nauðsynlegt er að mati flutningsmanns að grípa til þessara aðgerða til að koma í veg fyrir yfirvofandi gengishrun og fjöldagjaldþrot. Lögð er áhersla á að aðgerðir þær sem hér eru lagðar til komi til framkvæmda á þessu ári og tryggi hagsmuni almennings í hvívetna. Þær leiðir sem lagðar eru til eru annars vegar svokölluð peningamillifærsluleið til að taka á skuldavanda heimilanna og hins vegar að stuðst verði við nýkrónu á Continue Reading →

maí 13, 2013
by liljam
0 comments

Lyklafrumvarpið

141. löggjafarþing 2012–2013. Þingskjal 23  —  23. mál.

Frumvarp til laga

um breytingu á lögum um samningsveð, nr. 75/1997, með síðari breytingum.

Flm.: Lilja Mósesdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason, Eygló Harðardóttir, Þór Saari,Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Bertelsson.

1. gr.

    Við 19. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:     Lánveitanda, sem veitir lántaka lán gegn veði í fasteign sem er ætluð til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda, er ekki heimilt að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í öðrum verðmætum lántaka en veðinu nema krafa hafi orðið til vegna saknæmra athafna eða meintra brota lántaka á lánareglum. Krafa lánveitanda á lántaka skal falla niður ef andvirði veðsins sem fæst við nauðungarsölu nægir ekki til greiðslu hennar. Með lántaka er átt við einstakling. Með lánveitanda er átt við einstakling, lögaðila eða aðra aðila sem veita fasteignaveðlán í atvinnuskyni. Continue Reading →

febrúar 10, 2013
by liljam
0 comments

Snjóhengjan ógnar höftunum.

Á morgun legg ég fram á Alþingi þingsályktunartillögu um aðgerðir til að leysa varanlega skuldavandann (innra ójafnvægið) og snjóhengjuvandann (ytra ójafnvægið) til að varna yfirvofandi gengishruni og fjöldagjaldþrotum. Aðgerðirnar eru peningamillifærsluleið til að taka á skuldavanda heimilanna og Nýkróna á mismunandi skiptigengi til að leysa snjóhengjuvandann og skuldavanda fyrirtækja.

Hér á eftir fer umfjöllunin um leið til að afnema höftin varanlega. Afnámsáætlun Seðlabankans var ekki hönnuð til að ráða við útgreiðslur úr þrotabúunum. Þrýstingurinn á höftin fer stöðugt vaxandi vegna vaxtagreiðslna, arðgreiðslna og leigutekna. Höftin munu bresta ef ekki er gripið til aðgerða sem tryggja afnám í samræmi við greiðslugetu þjóðarinnar. Continue Reading →

desember 22, 2012
by liljam
0 comments

Þingmennsku minni lýkur í vor.

Ég hef tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu á Alþingi við næstu þingkosningar.

Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutningi mínum um fjármálakreppuna og stuðningur við hugmyndir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosningum.

Ég er afar þakklát fyrir tækifærið sem kjósendur gáfu mér með kjöri mínu til að móta umræðuna og leggja fram lausnir á efnahagsvandanum sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Continue Reading →