Lilja Mósesdóttir

september 25, 2012
by liljam
0 comments

Hugleysi veldur hörmungum.

Við erum að renna út á tíma.

Hætta er á að gjaldeyrishöftin bresti við slit þrotabúa gömlu bankanna eða þegar búið er skipta upp eignum þeirra millikröfuhafanna. Nú er verið að ganga frá slitum og möguleiki skapast við það fyrir kröfuhafa gömlu bankanna að ná yfirráðum í Arion banka og Íslandsbanka. Kröfuhafarnir eru hákarlar sem keyptu kröfur sínar á hrakvirði. Hákarlarnir munu nota bankana sína til að fara í kringum höftin og slá eign sinni á gjaldeyri sem þjóðin þarf að nota til að greiða fyrir innflutning með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning. Continue Reading →

ágúst 23, 2012
by liljam
2 Comments

YFIRLÝSING FRÁ LILJU MÓSESDÓTTUR

Ég hef tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér í embætti formanns SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar á landsfundi flokksins í byrjun október og axla þannig ábyrgð á fylgistapi flokksins undanfarna mánuði. Ég mun þó vera félagsmaður í SAMSTÖÐU áfram. Fram að næstu alþingiskosningum mun ég einbeita mér að störfum mínum á þingi, þar sem ég hef leitast við að nýta fagþekkingu mína til að bæta stöðu almennings á Íslandi í kjölfar efnahagshruns. Continue Reading →