141. löggjafarþing 2012–2013. Þingskjal 989 — 581. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um lausn skuldavandans og snjóhengjuvandans.
Flm.: Lilja Mósesdóttir.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem leysa varanlega skuldavandann (innra ójafnvægið) og snjóhengjuvandann (ytra ójafnvægið) til að varna yfirvofandi gengishruni og fjöldagjaldþrotum. Aðgerðirnar skulu koma til framkvæmda á árinu 2013 og tryggja hagsmuni almennings í hvívetna. Í því skyni er lagt til annars vegar að farin verði peningamillifærsluleið til að taka á skuldavanda heimilanna og hins vegar stuðst við nýkrónu á mismunandi skiptigengi til að leysa snjóhengjuvandann og skuldavanda fyrirtækja.
Í þingsályktunartillögu þessari er lagt til að stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar til að leysa annars vegar skuldavandann (innra ójafnvægið) og hins vegar snjóhengjuvandann svokallaða (ytra ójafnvægið). Nauðsynlegt er að mati flutningsmanns að grípa til þessara aðgerða til að koma í veg fyrir yfirvofandi gengishrun og fjöldagjaldþrot. Lögð er áhersla á að aðgerðir þær sem hér eru lagðar til komi til framkvæmda á þessu ári og tryggi hagsmuni almennings í hvívetna. Þær leiðir sem lagðar eru til eru annars vegar svokölluð peningamillifærsluleið til að taka á skuldavanda heimilanna og hins vegar að stuðst verði við nýkrónu á Continue Reading →