Ég er með doktorspróf í hagfræði frá Bretlandi og hef starfað sem hagfræðingur og háskólakennari hér á landi og erlendis. Starfsreynsla mín er víðtæk en ég m.a. starfað sem alþingsmaður, prófessor við Háskólann á Bifröst, hagfræðingur ASÍ, ráðgjafi fyrir Grænlensku heimastjórnina og sem sérfræðingur við Háskólann í Luleaa í Svíþjóð. Ég hef tekið þátt í og stjórnað umfangsmiklum evrópskum rannsóknarverkefnum á sviði vinnumarkaðs- og velferðarmála. Auk þess hef ég setið í stjórn sjávarútvegsfyrirtækis og í stjórn norrænnar rannsóknarstofnunar ásamt því að hafa átt sæti í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera.