Lilja Mósesdóttir

febrúar 6, 2012
by liljam
0 comments

Áhættuminna lífeyriskerfi

Samkvæmt skýrslu úttektarnefndar á lífeyrissjóðunum töpuðust 480 milljarðar króna við bankahrunið og er tapið meira en við mátti búast.  Margir bera ábyrgð á tapi lífeyrisjóðanna. Starfsfólk bankanna gáfu stjórnum sjóðanna í mörgum tilfellum upp rangar upplýsingar um eiginfjárstöðu bankanna og tengsl þeirra við fyrirtæki sem þeir ráðlögðu stjórnum sjóðanna að fjárfesta í. Stjórnir sjóðanna fóru oft á svig við fjárfestingastefnu sjóðanna og verklagsreglur við ákvarðanatöku um fjárfestingar.  Eftirlitsaðilar mátu ekki gæði fjárfestinga sjóðanna og Alþingi breytti lögum um sjóðina til að þjóna sérhagsmunum í atvinnulífinu. Afleiðingin blasir nú við. Iðgjaldagreiðslur launafólks síðast liðin 12 ár hafa tapast og lífeyrir þeirra sem byggt hafa upp sjóðina frá grunni mun að óbreyttu ekki duga til framfærslu. Kostnaður almennings af því að viðhalda núverandi lífeyriskerfi felst ekki aðeins í 480 milljarða tapi. Continue Reading →

janúar 31, 2012
by liljam
0 comments

Sátt um skuldirnar

Það er orðin efnahagsleg og félagsleg nauðsyn að fram fari almenn leiðrétting á fasteignalánum landsmanna. Að öðrum kosti festumst við í skotgröfunum og skuldakreppu eins og þeirri sem Japanir hafa þurft að glíma við í 12 ár. Andstaðan við almenna leiðréttingu lána er blekkingaleikur og tilraun til að láta fjölskyldur með fasteignalán taka á sig tap Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir sýsla með eignir sjóðsfélaganna sem geta tapast og rýrnað, enda um að ræða fjárfestingasjóði sem eiga sífellt erfiðar með að finna arðbæra og trygga fjárfestingakosti. Það er sjóðfélaganna en ekki skuldsettra heimila að taka á sig það tap. Almannatryggingakerfið á að tryggja öllum lífeyri sem dugar til framfærslu. Continue Reading →

janúar 24, 2012
by liljam
0 comments

Skömmin er þeirra

 Ísland hefur lengi verið meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir það fjölgar sífellt í hópi þeirra sem búa við vanda sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld tala stöðugt um að leysa en gera ekkert til að leysa. Vandi sem felst í því að lágmarkslaun og bætur duga ekki til framfærslu og eignir duga ekki fyrir skuldum. Viðvarandi fátækt og skuldafangelsi einkenna líf sífellt fleiri einstaklinga sem talið er trú um að vandinn sé þeirra en ekki samfélagsins. Continue Reading →

janúar 17, 2012
by liljam
0 comments

Leiðrétting forsendubrestsins grundvallaratriði

Stöðugt fleirum svíður óréttlætið sem felst í vaxandi misskiptingu milli þeirra sem eiga og þeirra sem skulda á Íslandi. Gífurleg eignatilfærsla átti sér stað strax eftir hrun þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ákvað að tryggja innistæður að fullu og að frysta ekki verðtryggingu lána, þrátt fyrir vitneskju um væntanlegt verðbólguskot. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur haldið áfram á sömu braut og  innleitt aðgerðir sem tryggja að byrðar fjármálakreppunnar leggjast þyngst á millitekjuhópana. Skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á ástæðum þess að heimili og fyrirtækja veigra sér við að fjárfesta kemur í veg fyrir að við komumst endanlega upp úr kreppuhjólförunum og endum í vítahring Japana. Continue Reading →