Samkvæmt skýrslu úttektarnefndar á lífeyrissjóðunum töpuðust 480 milljarðar króna við bankahrunið og er tapið meira en við mátti búast. Margir bera ábyrgð á tapi lífeyrisjóðanna. Starfsfólk bankanna gáfu stjórnum sjóðanna í mörgum tilfellum upp rangar upplýsingar um eiginfjárstöðu bankanna og tengsl þeirra við fyrirtæki sem þeir ráðlögðu stjórnum sjóðanna að fjárfesta í. Stjórnir sjóðanna fóru oft á svig við fjárfestingastefnu sjóðanna og verklagsreglur við ákvarðanatöku um fjárfestingar. Eftirlitsaðilar mátu ekki gæði fjárfestinga sjóðanna og Alþingi breytti lögum um sjóðina til að þjóna sérhagsmunum í atvinnulífinu. Afleiðingin blasir nú við. Iðgjaldagreiðslur launafólks síðast liðin 12 ár hafa tapast og lífeyrir þeirra sem byggt hafa upp sjóðina frá grunni mun að óbreyttu ekki duga til framfærslu. Kostnaður almennings af því að viðhalda núverandi lífeyriskerfi felst ekki aðeins í 480 milljarða tapi. Continue Reading →
febrúar 6, 2012
by liljam
0 comments