Kröfuhafar gömlu bankanna og útrásarvíkinganna leita enn leiða til að koma kröfum sínum yfir á skattgreiðendur í stað þess að láta gömlu bankana og útrásarvíkingana borga. Forysta stjórnarflokkanna hefur ýtt undir þessa viðleitni kröfuhafanna með ítrekuðum nauðsamningum um „Icesave skuldbindinguna“, andstöðu við almennar skuldaleiðréttingar sem hefðu rýrt eignir kröfuhafa og stuðning við gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir að aflandskrónur og aðrar eignir kröfuhafa verði afskrifaðar. Á bak við aflandskrónurnar og eignir kröfuhafa gömlu bankanna voru einkaskuldir fyrirtækja sem fóru í þrot. Þjóðarbúið hefur því ekki efni á að greiða út þessar aflandskrónur og eignir kröfuhafa. Ríkisstjórnin skilur ekki vandann og leyfir aflandskrónueigendum að kaupa ríkisskuldabréf fyrirverðlitlar krónur eins og þær hefðu fullt verðgildi. Þetta heitir að þjóðnýta tapaðar einkaskuldir. Skerða verður lífskjör almennings verulega í landinu ef þessum froðueignum verður ekki þrýst út úr hagkerfinu með því að rýra virði þeirra með háum útstreymisskatti eða með því að taka upp Nýkrónu á mismunandi skiptigengi til að rýrar verðgildi þeirra. Continue Reading →
mars 23, 2012
by liljam
1 Comment