Lilja Mósesdóttir

mars 23, 2012
by liljam
1 Comment

Þjóðnýting einkaskulda – almenningur blóðmjólkaður

Kröfuhafar gömlu bankanna og útrásarvíkinganna leita enn leiða til að koma kröfum sínum yfir á skattgreiðendur í stað þess að láta gömlu bankana og útrásarvíkingana borga. Forysta stjórnarflokkanna hefur ýtt undir þessa viðleitni kröfuhafanna með ítrekuðum nauðsamningum um „Icesave skuldbindinguna“, andstöðu við almennar skuldaleiðréttingar sem hefðu rýrt eignir kröfuhafa og stuðning við gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir að aflandskrónur og aðrar eignir kröfuhafa verði afskrifaðar. Á bak við aflandskrónurnar og eignir kröfuhafa gömlu bankanna voru einkaskuldir fyrirtækja sem fóru í þrot. Þjóðarbúið hefur því ekki efni á að greiða út þessar aflandskrónur og eignir kröfuhafa. Ríkisstjórnin skilur ekki vandann og leyfir aflandskrónueigendum að kaupa ríkisskuldabréf fyrirverðlitlar krónur eins og þær hefðu fullt verðgildi. Þetta heitir að þjóðnýta tapaðar einkaskuldir. Skerða verður lífskjör almennings verulega í landinu ef þessum froðueignum verður ekki þrýst út úr hagkerfinu með því að rýra virði þeirra með háum útstreymisskatti eða með því að taka upp Nýkrónu á mismunandi skiptigengi til að rýrar verðgildi þeirra. Continue Reading →

mars 14, 2012
by liljam
1 Comment

Lausnin er ekki evran heldur leiðrétting .

Vandamálið í íslensku efnahagslífi er að skuldir fyrirtækja og heimila eru mun hærri en eignir þeirra. Þegar bankarnir hrundu og eignabólan sprakk, þá hrapaði verð hlutabréfa og fasteignaverð lækkaði á sama tíma og skuldirnar héldu áfram að hækka vegna verðbólguskota í kjölfar gengishruns. Á bak við skuldir fyrirtækja og heimila eru verðbréf í eigu aflandskrónueigenda og kröfuhafa. Eignir sem urðu að hluta til vegna stöðugt hækkandi eignaverðs fyrir hrun og hafa síðan orðið verðmeiri vegna hárra vaxta og verðbóta eftir hrun. Þessar eignir nema nú um 1.000 milljörðum og eru að mestu í eigu erlendra aflandskrónueigenda og kröfuhafa gömlu bankanna sem vilja skipta þeim yfir í erlenda gjaldmiðla. Continue Reading →

mars 2, 2012
by liljam
0 comments

Björgum heimilunum

Hagvöxtur eftir hrun hefur að mestu leyti byggst á auknum sjávarafla og einkaneyslu þeirra sem skattgreiðendur björguðu með fullri innlánstryggingu og verðtryggingin verndaði gegn eignarýrnun eftir hrun. Á sama tíma hafa skuldsett heimili neyðst til að ganga á séreignarsparnað sinn og taka rándýr yfirdráttarlán til að standa í skilum á lánum sem enn á ný vaxa með ógnarhraða vegna nýs verðbólguskots. Nú er svo komið að 26 þús. einstasklingar eru í alvarlegum vanskilum við fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki og hafa aldrei verið fleiri. Ljóst er að alvarleg skuldastaða margra heimila mun verða ein helsta hindrunin á leið okkar út úr kreppunni. Sértæk skuldaúrræði og dómsúrskurðir auka á misskiptinguna og reiðina í samfélaginu. Samstaða mun ekki nást  nema stjórnarflokkarnir hætti að kynda undir ágreiningi og leiti sátta með almennri leiðréttingu lána og afnámi verðtryggingar. Continue Reading →

febrúar 19, 2012
by liljam
1 Comment

Höfnum ófriði og náum sátt um skuldaleiðréttingu

Við stöndum nú sem þjóð á krossgötum og getum valið milli þess að fara ófriðarleiðina eða sáttaleiðina í gegnum skuldakreppuna. Fram til þessa hefur hin svokallaða norræna vinstristjórn hvatt fólk og fyrirtæki til að fara dómstólaleiðina teljið það að fjármálastofnanir og löggjafinn hafi brotið á rétti þeirra. Þessi afstaða hefur ekki verið í neinu samræmi við nafnið sem forystumenn stjórnarflokkanna gáfu ríkisstjórninni þegar þau lýstu því yfir að hún væri norræn velferðarstjórn. Continue Reading →