Eitt brýnast verkefnið í dag er að tryggja samstöðu meðal þjóðarinnar um leiðina fram á við. Leið sem mótast af almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum eins og mörgum finnst hafa orðið ofan á eftir hrun. Fólk er reitt og í stað þess að beina reiðinni í uppbyggilegan farveg er alið á sundrungu með því að flokka fólk og fyrirtæki upp í þá sem eiga skilið aðstoð og hina sem eru sekir um óráðsíu. Við verðum að hætta að finna sökudólga og einbeita okkur að því að finna leiðir til að tryggja samfélag þar sem allir búa við húsnæðisöryggi, laun/bætur sem duga fyrir framfærslu og tækifæri til taka þátt í að móta samfélagið. Continue Reading →
apríl 29, 2012
by liljam
1 Comment