Lilja Mósesdóttir

apríl 29, 2012
by liljam
1 Comment

Skiptigengisleiðin skapar samstöðu

Eitt brýnast verkefnið í dag er að tryggja samstöðu meðal þjóðarinnar um leiðina fram á við. Leið sem mótast af almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum eins og mörgum finnst hafa orðið ofan á eftir hrun. Fólk er reitt og í stað þess að beina reiðinni í uppbyggilegan farveg er alið á sundrungu með því að flokka fólk og fyrirtæki upp í þá sem eiga skilið aðstoð og hina sem eru sekir um óráðsíu. Við verðum að hætta að finna sökudólga og einbeita okkur að því að finna leiðir til að tryggja samfélag þar sem allir búa við húsnæðisöryggi, laun/bætur sem duga fyrir framfærslu og tækifæri til taka þátt í að móta samfélagið.   Continue Reading →

apríl 23, 2012
by liljam
1 Comment

Þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB umsóknina!

Vorið 2009 samþykkti ég þingsályktunartillögu um að senda inn aðildarumsókn til ESB til að koma til móts við kjósendur sem þrýstu mjög á að farið yrði í þennan leiðangur til að kanna hver niðurstaðan yrði.  Ég var í hópi þeirra sem töldu að kanna þyrfti alla valkosti Íslands eftir hrun bæði bankakerfisins og gjaldmiðilsins.  Í umræðum um aðildarumsóknina á þingi var rætt um nauðsyn þess að fá aðstoð Evrópska Seðlabankans við að finna lausn á gjaldmiðilskreppu okkar. Auk þess voru bundnar vonir við að ljúka mætti aðildarviðræðunum á einu og hálfu ári, þar sem á Íslandi væri nú þegar búið að innleiða stóran hluta af regluverki ESB.  Continue Reading →

apríl 9, 2012
by liljam
0 comments

Ríkisstjórn á villigötum. Almenn leiðrétting gagnast flestum.

Í greiningu Seðlabankans á skuldavanda heimilanna sem kynnt var í síðustu viku kemur fram að almenn leiðrétting muni fækka heimilum í greiðsluvanda um 7.600 og álíka mörgum úr skuldavanda eða samtals um 15.000 heimilum. Til samanburðar má geta þess að 110% leiðin og sérstök vaxtaniðurgreiðsla fækkuðu heimilum í greiðsluvanda aðeins um 1.450.  Í upphafi árs 2011 innleiddi ríkisstjórnin 110% leiðina og sérstaka vaxtaniðurgreiðslu til að aðstoða skuldsett heimili sem voru í mestri neyð. Skuldaúrræðin fá hins vegar falleinkunn á þennan mælikvarða ríkisstjórnarinnar, þar sem þau féllu að verulegu leyti í skaut heimila sem ekki eru í greiðsluvanda. Enn á ný er ætlunin að leysa greiðsluvanda skuldsettra heimila í gegnum bótakerfið til að „óráðsíu“ fólkið njóti örugglega ekki góðs af þeim. Tekjutengdar barna- og vaxtabætur draga úr einkennum skuldakreppu heimilanna tímabundið en leysa hana ekki og  gagnast fáum heimilum. Continue Reading →

mars 28, 2012
by liljam
0 comments

Afnám verðtryggingar

Allir flokkar á þingi eru sammála um nauðsyn þess að draga úr vægi verðtryggingar ekki síst í ljósi síendurtekinna verðbólguskota eftir hrun. Afstaða stjórnarflokkanna er að afnema beri verðtrygginguna án almennrar leiðréttingar, þrátt fyrir að þeir sem tóku á sínum tíma gengistryggð lán standi eftir dóma Hæstaréttar mun betur að vígi en þeir sem tóku hefðbundin verðtryggð íslensk lán. Leiðrétta verður verðtryggð lán til að gera sem flestum kleift að ráða við uppgreiðslukostnaðinn og aukna greiðslubyrði þegar lánum þeirra er breytt úr verðtryggðum í óverðtryggð lán. Án almennrar leiðréttingar mun greiðsluþrot blasa við mörgum eftir afnám verðtryggingar með banni. Þetta á ekki síst við um þann hóp sem keypti fasteign eftir 2004 og tók verðtryggð lán fyrir kaupverðinu þegar fasteignaverð var óeðlilega hátt vegna bólumyndunar. Continue Reading →