Lífeyrissjóðirnir okkar eru þeir næststærstu innan OECD og nálgast nú 140% af stærð hagkerfisins. Raunávöxtun þeirra á sparifé okkar hefur verið ófullnægjandi og miklir fjármunir töpuðust í bankahruninu. Allt bendir til þess að hagstæðara hefði verið fyrir okkur að hafa umfangsmeira gegnumstreymiskerfi síðast liðin 10 ár. Sífellt stærri lífeyrissjóðir þýðir að erfiðara verður að finna arðbærar fjárfestingar og áhætta kerfisins eykst. Mikið framboð af fjármagni í leit að hárri ávöxtun er fóður fyrir fjármálakreppu. Erfitt er fyrir fjárfesta að keppa við lífeyrissjóði um arðbær fjárfestingartækifæri. Sjóðirnir hafa auk þess ekki áhuga ákaupum á ríkisskuldabréfum nema raunávöxtun þeirra sé hærri en almennt gerist í nágrannalöndunum. Hár vaxtakostnaður ríkissjóðs þýðir að gefa þarf upp hluta af velferðinni fyrir vextina. Sameina verður lífeyrissjóðina og draga úr umfangi þeirra með því að skattleggja inngreiðslur. Blandað kerfi sjóðsmyndunar og gegnumstreymis hentar okkur mun betur, þar sem það er áhættuminna og gerir okkur kleift að losna við verðtrygginguna og auka jöfnuð. Continue Reading →
desember 27, 2011
by liljam
Slökkt á athugasemdum við Lífeyrissjóðir rýrna og tapast