Lilja Mósesdóttir

desember 27, 2011
by liljam
Slökkt á athugasemdum við Lífeyrissjóðir rýrna og tapast

Lífeyrissjóðir rýrna og tapast

Lífeyrissjóðirnir okkar eru þeir næststærstu innan OECD og nálgast nú 140% af stærð hagkerfisins. Raunávöxtun þeirra á sparifé okkar hefur verið ófullnægjandi og miklir fjármunir töpuðust í bankahruninu. Allt bendir til þess að hagstæðara hefði verið fyrir okkur að hafa umfangsmeira gegnumstreymiskerfi síðast liðin 10 ár. Sífellt stærri lífeyrissjóðir þýðir að erfiðara verður að finna arðbærar fjárfestingar og áhætta kerfisins eykst. Mikið framboð af fjármagni í leit að hárri ávöxtun er fóður fyrir fjármálakreppu. Erfitt er fyrir fjárfesta að keppa við lífeyrissjóði um arðbær fjárfestingartækifæri. Sjóðirnir hafa auk þess ekki áhuga ákaupum á ríkisskuldabréfum nema raunávöxtun þeirra sé hærri en almennt gerist í nágrannalöndunum. Hár vaxtakostnaður ríkissjóðs þýðir að gefa þarf upp hluta af velferðinni fyrir vextina. Sameina verður lífeyrissjóðina og draga úr umfangi þeirra með því að skattleggja inngreiðslur. Blandað kerfi sjóðsmyndunar og gegnumstreymis hentar okkur mun betur, þar sem það er áhættuminna og gerir okkur kleift að losna við verðtrygginguna og auka jöfnuð. Continue Reading →

desember 26, 2011
by liljam
0 comments

Hvar er hin norræna velferð „vinstri stjórnarinnar“?

Velferðarstefna ríkisstjórna birtist með skýrum hætti í fjárlagafrumvarpi hvers árs. Núverandi ríkisstjórn, sem kallar sig vinstri stjórn og kveðst hafa norræna velferð að leiðarljósi, hefur marg oft lýst því yfir að við niðurskurð á halla ríkissjóðs yrði forgangsraðað í þágu velferðar. Þegar fjárlagafrumvarpið fyrir 2012 var skoðað kom annað í ljós.

Við lögðum fram 89 tillögur til breytinga á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 til að sýna með skýrum dæmum að unnt væri að forgangsraða mun betur í þágu velferðar. Í tillögum okkar völdum við velferð fram yfir útgjöld til ESB – umsóknarinnar og óskilgreinda opna liði um „ýmis framlög“ sem við töldum vera ávísanir á geðþótta úthlutanir ráðherra. Við völdum velferð fram yfir sífellt aukin útgjöld aðalskrifstofa ráðuneytanna. Mannúðarmál og neyðaraðstoð í stað hernaðar í nafni friðargæslu. Við völdum velferð og að styrkja jafnréttismál fram yfir kostnað við stjórnsýslu. Við völdum velferð fram yfir gríðarlega aukin útgjöld til Fjármálaeftirlitsins og fleiri stofnana, svo nokkur helstu dæmin séu nefnd. Continue Reading →

desember 25, 2011
by liljam
Slökkt á athugasemdum við Spilaborgin endurreist

Spilaborgin endurreist

Bankahrunið bjó til einstakt tækifæri til að koma á samfélagi, þar sem ríkir heiðarleiki, réttlæti og jafnrétti.  Almenningur mótmælti og krafðist breytinga á kerfi sem alið hafði af sér spillingu og bóluhagkerfi. Stjórnarskipti urðu og við tók hin svokallaða norræna velferðarstjórn sem kosin var á grundvelli loforða um að skjaldborg yrði slegin um heimilin, byrðum fjármálakreppunnar dreift á sanngjarnan hátt og velferðarkerfið varið.

Niðurrif í stað varðstöðu

Skjaldborgin um heimilin náði aðeins inn í raðir þeirra sem ekki gátu greitt af skuldum sínum vegna lágra tekna eða ofurskuldsetningar. Í stað almennrar skuldaleiðréttingar voru innleidd sértæk skuldaúrræði í anda nýfrjálshyggjunnar um að hver væri sinnar gæfu smiður. Vildarvinir bankanna fengu skuldir niðurfelldar án þess að vera gerðir eignalausir en aðrir meðhöndlaðir eins og sveitaómagar. Bönkunum voru gefnar frjálsar hendur að ákveða hvaða heimili og fyrirtæki fengu skuldauppgjöf og hversu mikla. Þannig var skapaður jarðvegur fyrir ákvarðanir um að fórna hagsmunum almennings fyrir hagsmuni bankans. Bankarnir leituðust við að bjarga stórum fákeppnifyrirtækjum og litu framhjá neikvæðum áhrifum Continue Reading →

desember 25, 2011
by liljam
Slökkt á athugasemdum við Höft til varnar nýju hruni

Höft til varnar nýju hruni

Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var talin hætta á miklum fjármagnsflótta. Seðlabanki Íslands fékk því í nóvember 2008 tímabundna heimild til að setja reglur um fjármagnshreyfingar inn og útúr landinu. Í október 2009 var létt á fjármagnshöftunum með því að leyfa frjálst flæði fjármagns sem notað er til fjárfestinga innanlands. Nú hefur verið lagt fram frumvarp til að lögfesta reglur Seðlabankans um fjármagnshreyfingar útúr hagkerfinu. Í frumvarpinu eru fjármagnshöftin kölluð gjaldeyrishöft jafnvel þótt þau nái ekki til vöru- og þjónustuviðskipta. Engar takmarkanir hafa verið á greiðslu vaxta og arðs útúr hagkerfinu, þar sem slíkar greiðslur flokkast ekki sem fjármagnsviðskipti.

Kostir og gallar hafta

Kosturinn við gjaldeyrishöft er að hægt er að tryggja meiri gengisstöðuleika og samkeppnishæft gengi gjaldmiðilsins á sama tíma og verðbólgu er haldið í skefjum. Auk þess gera höftin mögulegt að hafa vaxtastigið lægra til að örva vöxt raunhagkerfisins. Hagvaxtaráhrifin af lægra vaxtastigi og meiri stöðugleiki en ella er talið af mörgum vega upp Continue Reading →